Fljótur Smári ... Þetta er ljósið sem heldur í mér lífinu... Hér á fróni er allt löngu komið í hundana og nú liggja þeir dauðir á eftir... Ég þarf á þessu bloggi að halda.. til að halda Sönsum... Davíð vs Jón Ásgeir Bjöggarnir vs Bakkabræður Steingrímur vs Bjarni Ben Jónína Ben vs Gunnar í Krossinum Egill Helga vs Sigmundur Ernir Icesave vs IMF Siggi Kári vs Lobbi Hlandhaus Bankarnir vs Hagsmunasamtök heimilana Ólína vs Kvótakerfið Nilli vs Mái
Sammála Tóta. Búndeslígan er góð leið til að forðast raunveruleikann. Annað hvort hún eða flaskan. Væri jafnvel hægt að víkka út hugtakið og fjalla um aðra búndeslígu af og til. Þar eru mínir menn í Hansa Rostock að drulla hressilega upp á bak, hafa bara fengið 6 stig úr jafnmörgum umferðum. Greinilega eitthvað í að þeir fara upp. Kv, Háli Slick-
Mér finnst nú ekki ástæða hjá Hála til þess að stilla Bundesligunni og flöskunni upp sem andstæðum pólum. Ég tel að þetta tvennt geti einmitt farið ágætlega saman.
Í tilefni af þessu ilmandi fína síðuhaldi þá er sjálfsagt að geta þess að undirritaður hefur stutt FC Köln síðan hann var púki. Í þá daga léku kappar eins og Pierre Littbarski og Thomas Hassler við hvern sinn fingur hjá félaginu. Ég á einhver staðar forláta treyju inni í skáp frá þeim tíma.
Ég er farin að hafa áhyggjur af Smára... Spurning hvort þessi kaleikur sé of þungur fyrir einn mann...
Ég er tilbúin að leggja mitt á vogarskálarnar og koma með nokkra pistla. Þessi síða má ekki deyja? Enda nýfædd og það með krafti.
Ps. Horfði á Hamburg vs Bayern á Laugardaginn síðasta. Hörkuleikur í slökum tölvugæðum. Mínir menn hefðu samt átt að fá eitthvað út úr leiknum. Það hefur hinsvegar alltaf legið bölvun á Bæjurum varðandi Hamburg. Náðu sjaldan að vinna leik á gamla vellinum. Volksparkstadion
Þá skilst mér að bæjarar hefðu átt að klára gömlu konuna í gær á Allianz arena.
Allir þeir sem drukku brennivín af einhverjum krafti um síðustu aldamót minnast laugardagsþynnkunnar með hlýhug. Dúndrandi hausverkur, innantökur og hræðilegar ofsjónir urðu að engu er klukkan sló hálf þrjú og kveikt var á RÚV. Kominn tími á þýska boltann. Þýð rödd Lárusar Guðmundssonar og stórkostleg knattspyrna tóku við. Ulf Kirsten, Mario Basler, Effenberg, Thomas Häßler, listinn gæti haldið áfram endalaust, urðu heimilsvinir. Innsæi og einlægur áhugi Lárusar lét engan ósnortinn. Veislunni lauk ekki fyrr en á seint á mánudagskvöld með Þýsku mörkunum þar sem Lalli fór með okkur í gegnum síðustu umferð. Ekki má gleyma þætti Guðmundar Hreiðarsson, en hann átti fína spretti sem lýsandi. En útsendingar RÚV frá þýsku knattspyrnunni verða alltaf tengdar Lárusi Guðmundssyni órjúfanlegum böndum. Er ekki kominn tími til að Páll Magnússon hói í Lalla og RÚV hefji aftur útsendingar frá skemmtilegustu, bestu og mest spennandi knattspyrnudeild veraldar?
Fljótur Smári ... Þetta er ljósið sem heldur í mér lífinu... Hér á fróni er allt löngu komið í hundana og nú liggja þeir dauðir á eftir... Ég þarf á þessu bloggi að halda.. til að halda Sönsum...
ReplyDeleteDavíð vs Jón Ásgeir
Bjöggarnir vs Bakkabræður
Steingrímur vs Bjarni Ben
Jónína Ben vs Gunnar í Krossinum
Egill Helga vs Sigmundur Ernir
Icesave vs IMF
Siggi Kári vs Lobbi Hlandhaus
Bankarnir vs Hagsmunasamtök heimilana
Ólína vs Kvótakerfið
Nilli vs Mái
Guð blessi Bundesliguna...
Kveðja Tarfurinn
Sammála Tóta. Búndeslígan er góð leið til að forðast raunveruleikann. Annað hvort hún eða flaskan.
ReplyDeleteVæri jafnvel hægt að víkka út hugtakið og fjalla um aðra búndeslígu af og til. Þar eru mínir menn í Hansa Rostock að drulla hressilega upp á bak, hafa bara fengið 6 stig úr jafnmörgum umferðum. Greinilega eitthvað í að þeir fara upp.
Kv,
Háli Slick-
Mér finnst nú ekki ástæða hjá Hála til þess að stilla Bundesligunni og flöskunni upp sem andstæðum pólum. Ég tel að þetta tvennt geti einmitt farið ágætlega saman.
ReplyDeleteÍ tilefni af þessu ilmandi fína síðuhaldi þá er sjálfsagt að geta þess að undirritaður hefur stutt FC Köln síðan hann var púki. Í þá daga léku kappar eins og Pierre Littbarski og Thomas Hassler við hvern sinn fingur hjá félaginu. Ég á einhver staðar forláta treyju inni í skáp frá þeim tíma.
Keep up the good work
Kristján Jónsson
Ég er farin að hafa áhyggjur af Smára... Spurning hvort þessi kaleikur sé of þungur fyrir einn mann...
ReplyDeleteÉg er tilbúin að leggja mitt á vogarskálarnar og koma með nokkra pistla. Þessi síða má ekki deyja? Enda nýfædd og það með krafti.
Ps. Horfði á Hamburg vs Bayern á Laugardaginn síðasta. Hörkuleikur í slökum tölvugæðum. Mínir menn hefðu samt átt að fá eitthvað út úr leiknum. Það hefur hinsvegar alltaf legið bölvun á Bæjurum varðandi Hamburg. Náðu sjaldan að vinna leik á gamla vellinum. Volksparkstadion
Þá skilst mér að bæjarar hefðu átt að klára gömlu konuna í gær á Allianz arena.
Kveðja Tarfurinn
Smári minn það er kominn tími á að uppfæra síðuna... þetta gengur ekki mikið lengur... Kveðja Tarfurinn
ReplyDelete